Færslur: 2016 Ágúst31.08.2016 20:11Frá Öngli til Maga Húni 2 EA 740Nemendur í 6. bekk grunnskólanna í Eyjafirði, alls yfir 300 krakkar fara nú á haustdögum í siglingu um fjörðinn á bátnum Húna II EA-740. Það eru Hollvinir Húna II sem standa að ferðunum í samstarfi við Hásskólann á Akureyri (HA), Samherja og Skóladeild Akureyrarbæjar. Í gær voru farnar tvær ferðir með 42 nemendur úr 6. bekk Lundarskóla. Heppnuðust þær mjög vel en verkefnið tekur um þrjár vikur. Komu krakkarnir himinsælir í land en aflinn er flakaður um borð og grillaður fyrir nemendur og þá kennara sem fljóta með. Í ferðunum fá nemendur að kynnast sjávarútveginum og fræðast um lífríkið í sjónum, ásamt sögufræðslu um bátinn og ströndina. Nemendur og kennarar í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri miðla til þeirra fræðslu um lífríki sjávar, sérkenni Eyjafjarðar og sýna þeim varðveittar sjávarlífverur. Teksti Af mbl.is Allar myndir Þorgeir Baldursson
Skrifað af Þorgeir 30.08.2016 20:381414 Áskell Egilsson EAAlla þessar upplysingar eru af skipasiðu Árna Björns www.aba.is vinsamlega getið þess ef að efnið er notað Skrifað af Þorgeir 23.08.2016 23:07Stæðsta Sildalöndun á AkureyriSiðast liðin mánudagsmorgun kom Grænlenski frystitogarinn Ilivileq sem að er i eigu Artic Prime dótturfélags Brims H/F til hafnar á Akureyri með heilfrysta sild alls um 1000 tonn sem að fékkst á stuttum tima rétt norðan islensku lögsögunnar að sögn skipverja var veiðin með besta móti og góður gangur i veiðunum skipstjóri i veiðferðinni var Reynir Georgsson og að löndunn lokinni var haldið strax aftur til hafs og þá tók við skipstjórn Þorvaldur Svavarsson i áhöfn eru 28 menn Skipið hét áður Skálaberg RE 7 og var upphaflega smiðað fyrir Frændur okkar i Færeyjum
Skrifað af Þorgeir 21.08.2016 00:182769 Varðskipið þór kemur til Akureyrar
Skrifað af Þorgeir 13.08.2016 15:11Haldið út ÓsinnHér siglir Siver Ocean út hornarfjarðarósinn eftir að hafa tekið góðan skerf af makrilafurðum úr frystugeymslum Skinneyjar / þinganes i gær og Björn lóðs fylgir fast á eftir enda þarf að vera lóðs með i för hvort sem að siglt er inn ósinn eða út þvi að straumar eru miklir og eins gott að fara að öllu með gát jafnvel þótt að gott sé i sjóinn eins og hér er
Skrifað af Þorgeir 12.08.2016 22:45Makril útskipun á Höfn i dagÞað var mikið lif og fjör á Hornafirði i dag þegar verið að að skipa út Makril um borð i Silver Ocean en myndirnar tók Hannes Höskuldsson og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin
Skrifað af Þorgeir 11.08.2016 16:192618 Jóna Eðvalds landar á HöfnUppsjávars skip Skinneyar /þinganes Jóna Eðvalds Sf 200 kom til heimahafnar i morgun með góðan makril alls um 500 Tonn sem að veiddust úti fyrir austfjörðum en góð veiði hefur verið fyrir austan siðasta sólahring að sögn skipstjórnarmanna á miðunum og er hráefnið gott til Vinnslu og þvi mikið kapp lagt á veiðarnar
Skrifað af Þorgeir 03.08.2016 15:50Qavak GR 21 á makrilveiðumMikil og Góð Makrilveiði hefur verið bæði i Grænlensku og islenskulögsögnum siðustu daga og til að mynda hafa veiðar skipa með tvö troll gengið það vel að skipin hafa verið að fylla sig á um tiu dögum og hafa heyrst tölur allt að 60 tonnum i hali en þau frystiskip sem að eru á veiðum geta sum fryst allt að 100 tonnum á sólahring Grænlenska skipið Qavak sem að er i eigu dótturfélags Brims H/F var að koma inn til Helguvikur i morgun með á sjötta hundrað tonn af kældum makril Kann ég þeim Sigurði H Daviðssyni og Guðmundi Kristjánssyni Kærlega fyrir myndirnar
Skrifað af Þorgeir 03.08.2016 14:40Eldborg EK ex Skutull IS
Skrifað af Þorgeir 03.08.2016 10:46Makrilbátar við Helguvik i morgum
Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1122 Gestir í dag: 18 Flettingar í gær: 1858 Gestir í gær: 51 Samtals flettingar: 1062396 Samtals gestir: 50972 Tölur uppfærðar: 22.12.2024 07:24:22 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is